Færsluflokkur: Bloggar

Hvað eru heilbrigðisyfirvöld hér að gera í málinu?

Því er fljótsvarað:

Kaup einstaklinga á blóðsykursmælingastrimlum eru takmörkuð. Það er nauðsynlegt að vita hver blóðsykurinn er til þess að geta stjórnað honum.

Frá 1. janúar þurfa sykursjúkir að taka drjúgan þátt í kostnaði við lyfjakaup, sem þýðir að farið verður að spara lyfin. Kannski um of og þá eru margir í verri málum.

Með því að kasta krónunni núna er verið að búa til risastóran reikning í framtíðinni af því afleiðingar slæmrar blóðsykurstjórnunar geta verið bilnda, nýrnaskemmdir, ásamt tauga- og æðaskemmdum sem leitt geta til hjartaáfalla og aflimana. Það gerist samt ekki alveg strax svo það er betra að fá smáaur í kassann núna og hugsa um stóra reikninginn seinna.


mbl.is Fleiri á spítala vegna sykursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattfylkingin færir úr vasa langveikra í vasa ríkisburgeiss

Um næstu mánaðamót leggst hinn nýtilkomni lyfjaskattur ráðherrans af fullum þunga á sykursjúka, líffæraþega, krabbameinsveika o.fl. o.fl. Til að standa undir launahækkuninni þarf framlag a.m.k. 83 úr þessum hópum, en þó nær 120. Þetta er lagið hjá Skattfylkingunni og Vinstri grænum vinum þeirra: Skattleggjum þá efnaminni og færum í vasa þeirra sem hafa tvöföld ráðherralaun fyrir.

Réttlæting ráðherrans er algjört 2007. Þetta eru sömu rökin og voru færð fyrir ofurlaunum bankastjóranna á þeim tíma. Allir vissu eftir á hversu mikið var til í þeim rökum.

Björn Zoega er hinn mætasti maður og hefur eflaust staðið sig vel sem forstjóri Lsp. Við eigum samt margt vel menntað og reynslumikið fólk sem er tilbúið að taka við kyndlinum af honum. Ef Birni þykir grasið grænna hinum megin getur hann bara farið og gefið öðrum tækifæri. Er ekki líka til e-r vel meinandi Skattfylkingarmaður sem vill verða velferðarráðherra? Sjúka og langveika vantar þannig mann í starfið.


mbl.is Hækkunin tengist öðrum störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg forgangsröðun ÖBÍ

Samflokksmenn Guðmundar formanns og Samfylkingin hafa staðið fyrir stórfelldri skerðingu á lífskjörum öryrkja undanfarin ár.

Sömu samflokksmenn formannsins studdu nýjan lyfjaskatt Samfylkingarinnar, sem leggst á öryrkja sem aðra 1. október n.k. Margir öryrkjar eiga eftir að verða undrandi þegar þeir sækja lyfin sín eftir 1. okt. og verða rukkaðir um tugi þúsunda eða jafnvel meira í apótekinu.

Jafnvel þótt fatlaðir hafi athugasemdir við framkvæmd forsetakosninganna er erfitt að skilja hvers vegna ÖBÍ lætur eins og kjaraskerðing og lyfjaskattur hafi aldrei átt sér stað. Öllu púðrinu er eytt í kosningaslag sem lítið liggur á. Er nema von að spurt sé um forgangsröðina?

Er ekki löngu kominn tími á nýjan kall í brúna þarna? Kyn, lífsskoðanir, fötlun - ekkert skiptir máli nema að viðkomandi hafi bein í nefinu, kunni að forgangsraða og þurfi ekki fimmfaldar örorkubætur í laun.


mbl.is Vilja ógilda forsetakosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frétt fyrir sykursjúka og aðra skattborgara.

Allt sem hjálpar sykursjúkum við að fylgjast betur með blóðsykrinum gerir samfélaginu í heild stórgreiða. Sykursýki er tímasprengja í heilbrigðiskerfi 21 aldarinnar og fylgikvillar hennar eiga eftir að verða þung byrði.

Því lengur sem þeim er skotið á frest, því betra. Lykillinn að því er að fylgjast vel með blóðsykrinum og halda honum í skefjum. Nú hefur iKynslóðin enga afsökun fyrir því að blóðsykurinn er í óreglu.

Vonandi leiðir þessi græja og appið til þess að einhverjir sleppi við blindu, nýrnabilun eða hjarta- æða- og taugaskemmdir.


mbl.is Blóðsykurmælir fyrir iPhone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnt réttlæti

Það er áberandi hversu mildum höndum dómarar landsins fara um hina hátekjuhópana, sem og skólabræður sína og vini úr lagadeildinni ásamt þeim er eitthvað eiga undir sér.

Þessi kona fer í fimm mánaða fangelsi v. 11 þúsund króna. Baldur Guðlaugsson fékk tvö ár - líklega í lúxusfangelsinu að Kvíabryggju fyrir rúmlega tíu þúsund sinnum stærri glæp. Þarf að minna á Árna Johnsen?

Ekki sést að Björgólfur Guðmundsson fari í fangelsi í einn einasta dag vegna hundrað milljarða persónulegs gjaldþrots.

Ekki er langt síðan hungraður útigangsmaður var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir að stela sér þúsund króna matarbita í 10-11. Er þetta samfélagið sem við viljum lifa í - að dómstólarnir segi þeim sem stela sér til matar að borða bara kökur?


mbl.is Í fangelsi fyrir stuld á bókum og mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru dómarar virkilega að hugsa um hagsmuni barnanna?

Ég skal segja alveg eins og er: Ef þarf að velja á milli er hag barna nær undantekninngarlaust betur borgið hjá móður. Góður pabbi er vitaskuld gulls ígildi, en í þessu máli eru nokkrar efasemdir um að faðirinn sé í þeim hópi.

Ef minnsti vafi leikur á hæfi föðurins eiga dómarar EKKI að túlka vafann föðurnum í hag. Þeir eiga að túlka vafann börnunum í hag og hugsa um þeirra hagsmuni. Það er nöturlegt að vera lítið barn og þurfa að reiða sig á þessa dómara og það sem virðist vera vafasöm dómgreind þeirra.

Ég vísa á fyrri pistla um frásagnir af óskilvirkni dómara og sendlastörfum sumra þeirra, en þetta mál sýnir betur en margt annað að við þurfum betri dómara. Við þurfum siðað fólk sem tekur ekki tæplega þriggja vikna lágmarkslaun í launahækkun á mánuði - til þess eins að komast betur á aðra milljónina á mánuði. Við þurfum fólk sem kann að vinna og vandar sig við störfin. Við þurfum fólk sem skilur almenning og hvernig aðstæður einstæðar mæður, börn og aðrir sem minna mega sín búa við. Burt með dómara í glerhúsum - fáum fólk eins og okkur í staðinn!


mbl.is Gert að afhenda börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir grunnskólakennara, starfsfólk á leikskólum, elliheimilum o.þ.h.?

Skattskrár hafa sýnt héraðsdómara með mánaðarlaun upp á 1400 þúsund og meira f. árið 2009. Þeim veitir nú sjálfsagt ekki af þessu lítilræði í viðbót, þótt þeir megi sumir hverjir bæta skipulag og skilvirkni töluvert.

Nú þeger verið er að fjölga í bekkjum í grunnskólanum, auka álag á leikskólafólkið og auka enn vinnu þeirra sem sinna öldurðum og sjúkum, er vert að vekja athygli á að enginn aukamannskapur hefur verið ráðinn til þessara starfa. Þeir sem fyrir eru bæta við sig vinnu, án nokkurrar umbunar.

Ef við erum ein þjóð í einu landi er ráð að láta hundraðþúsundkallinn ganga þvert yfir alla línuna. Ef það eru bara hálaunaðir ríkisstarfsmenn - sem mörgum okkar þykir að sinni sínu hvorki af vandvirkni né kostgæfni - sem eiga að fá þetta, er þá ekki ráð að fara Egypsku leiðina?

Það er nefnilega þyngra en tárum taki að hugsa til þess að við vorum mörg sem kusum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna yfir okkur í þeirri barnalegu trú að hún mundi styðja við jafnrétti og bræðralag!!!


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband