Góðar fréttir fyrir grunnskólakennara, starfsfólk á leikskólum, elliheimilum o.þ.h.?

Skattskrár hafa sýnt héraðsdómara með mánaðarlaun upp á 1400 þúsund og meira f. árið 2009. Þeim veitir nú sjálfsagt ekki af þessu lítilræði í viðbót, þótt þeir megi sumir hverjir bæta skipulag og skilvirkni töluvert.

Nú þeger verið er að fjölga í bekkjum í grunnskólanum, auka álag á leikskólafólkið og auka enn vinnu þeirra sem sinna öldurðum og sjúkum, er vert að vekja athygli á að enginn aukamannskapur hefur verið ráðinn til þessara starfa. Þeir sem fyrir eru bæta við sig vinnu, án nokkurrar umbunar.

Ef við erum ein þjóð í einu landi er ráð að láta hundraðþúsundkallinn ganga þvert yfir alla línuna. Ef það eru bara hálaunaðir ríkisstarfsmenn - sem mörgum okkar þykir að sinni sínu hvorki af vandvirkni né kostgæfni - sem eiga að fá þetta, er þá ekki ráð að fara Egypsku leiðina?

Það er nefnilega þyngra en tárum taki að hugsa til þess að við vorum mörg sem kusum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna yfir okkur í þeirri barnalegu trú að hún mundi styðja við jafnrétti og bræðralag!!!


mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband