Eru dómarar virkilega að hugsa um hagsmuni barnanna?

Ég skal segja alveg eins og er: Ef þarf að velja á milli er hag barna nær undantekninngarlaust betur borgið hjá móður. Góður pabbi er vitaskuld gulls ígildi, en í þessu máli eru nokkrar efasemdir um að faðirinn sé í þeim hópi.

Ef minnsti vafi leikur á hæfi föðurins eiga dómarar EKKI að túlka vafann föðurnum í hag. Þeir eiga að túlka vafann börnunum í hag og hugsa um þeirra hagsmuni. Það er nöturlegt að vera lítið barn og þurfa að reiða sig á þessa dómara og það sem virðist vera vafasöm dómgreind þeirra.

Ég vísa á fyrri pistla um frásagnir af óskilvirkni dómara og sendlastörfum sumra þeirra, en þetta mál sýnir betur en margt annað að við þurfum betri dómara. Við þurfum siðað fólk sem tekur ekki tæplega þriggja vikna lágmarkslaun í launahækkun á mánuði - til þess eins að komast betur á aðra milljónina á mánuði. Við þurfum fólk sem kann að vinna og vandar sig við störfin. Við þurfum fólk sem skilur almenning og hvernig aðstæður einstæðar mæður, börn og aðrir sem minna mega sín búa við. Burt með dómara í glerhúsum - fáum fólk eins og okkur í staðinn!


mbl.is Gert að afhenda börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband