Hvað eru heilbrigðisyfirvöld hér að gera í málinu?

Því er fljótsvarað:

Kaup einstaklinga á blóðsykursmælingastrimlum eru takmörkuð. Það er nauðsynlegt að vita hver blóðsykurinn er til þess að geta stjórnað honum.

Frá 1. janúar þurfa sykursjúkir að taka drjúgan þátt í kostnaði við lyfjakaup, sem þýðir að farið verður að spara lyfin. Kannski um of og þá eru margir í verri málum.

Með því að kasta krónunni núna er verið að búa til risastóran reikning í framtíðinni af því afleiðingar slæmrar blóðsykurstjórnunar geta verið bilnda, nýrnaskemmdir, ásamt tauga- og æðaskemmdum sem leitt geta til hjartaáfalla og aflimana. Það gerist samt ekki alveg strax svo það er betra að fá smáaur í kassann núna og hugsa um stóra reikninginn seinna.


mbl.is Fleiri á spítala vegna sykursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband