12.3.2012 | 08:39
Góð frétt fyrir sykursjúka og aðra skattborgara.
Allt sem hjálpar sykursjúkum við að fylgjast betur með blóðsykrinum gerir samfélaginu í heild stórgreiða. Sykursýki er tímasprengja í heilbrigðiskerfi 21 aldarinnar og fylgikvillar hennar eiga eftir að verða þung byrði.
Því lengur sem þeim er skotið á frest, því betra. Lykillinn að því er að fylgjast vel með blóðsykrinum og halda honum í skefjum. Nú hefur iKynslóðin enga afsökun fyrir því að blóðsykurinn er í óreglu.
Vonandi leiðir þessi græja og appið til þess að einhverjir sleppi við blindu, nýrnabilun eða hjarta- æða- og taugaskemmdir.
Blóðsykurmælir fyrir iPhone | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.