Misjafnt réttlæti

Það er áberandi hversu mildum höndum dómarar landsins fara um hina hátekjuhópana, sem og skólabræður sína og vini úr lagadeildinni ásamt þeim er eitthvað eiga undir sér.

Þessi kona fer í fimm mánaða fangelsi v. 11 þúsund króna. Baldur Guðlaugsson fékk tvö ár - líklega í lúxusfangelsinu að Kvíabryggju fyrir rúmlega tíu þúsund sinnum stærri glæp. Þarf að minna á Árna Johnsen?

Ekki sést að Björgólfur Guðmundsson fari í fangelsi í einn einasta dag vegna hundrað milljarða persónulegs gjaldþrots.

Ekki er langt síðan hungraður útigangsmaður var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir að stela sér þúsund króna matarbita í 10-11. Er þetta samfélagið sem við viljum lifa í - að dómstólarnir segi þeim sem stela sér til matar að borða bara kökur?


mbl.is Í fangelsi fyrir stuld á bókum og mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband