18.7.2012 | 19:17
Furðuleg forgangsröðun ÖBÍ
Samflokksmenn Guðmundar formanns og Samfylkingin hafa staðið fyrir stórfelldri skerðingu á lífskjörum öryrkja undanfarin ár.
Sömu samflokksmenn formannsins studdu nýjan lyfjaskatt Samfylkingarinnar, sem leggst á öryrkja sem aðra 1. október n.k. Margir öryrkjar eiga eftir að verða undrandi þegar þeir sækja lyfin sín eftir 1. okt. og verða rukkaðir um tugi þúsunda eða jafnvel meira í apótekinu.
Jafnvel þótt fatlaðir hafi athugasemdir við framkvæmd forsetakosninganna er erfitt að skilja hvers vegna ÖBÍ lætur eins og kjaraskerðing og lyfjaskattur hafi aldrei átt sér stað. Öllu púðrinu er eytt í kosningaslag sem lítið liggur á. Er nema von að spurt sé um forgangsröðina?
Er ekki löngu kominn tími á nýjan kall í brúna þarna? Kyn, lífsskoðanir, fötlun - ekkert skiptir máli nema að viðkomandi hafi bein í nefinu, kunni að forgangsraða og þurfi ekki fimmfaldar örorkubætur í laun.
![]() |
Vilja ógilda forsetakosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)