Skattfylkingin færir úr vasa langveikra í vasa ríkisburgeiss

Um næstu mánaðamót leggst hinn nýtilkomni lyfjaskattur ráðherrans af fullum þunga á sykursjúka, líffæraþega, krabbameinsveika o.fl. o.fl. Til að standa undir launahækkuninni þarf framlag a.m.k. 83 úr þessum hópum, en þó nær 120. Þetta er lagið hjá Skattfylkingunni og Vinstri grænum vinum þeirra: Skattleggjum þá efnaminni og færum í vasa þeirra sem hafa tvöföld ráðherralaun fyrir.

Réttlæting ráðherrans er algjört 2007. Þetta eru sömu rökin og voru færð fyrir ofurlaunum bankastjóranna á þeim tíma. Allir vissu eftir á hversu mikið var til í þeim rökum.

Björn Zoega er hinn mætasti maður og hefur eflaust staðið sig vel sem forstjóri Lsp. Við eigum samt margt vel menntað og reynslumikið fólk sem er tilbúið að taka við kyndlinum af honum. Ef Birni þykir grasið grænna hinum megin getur hann bara farið og gefið öðrum tækifæri. Er ekki líka til e-r vel meinandi Skattfylkingarmaður sem vill verða velferðarráðherra? Sjúka og langveika vantar þannig mann í starfið.


mbl.is Hækkunin tengist öðrum störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elítan á Íslandi er krabbamein.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 09:46

2 identicon

Í sumum tilfellum er hægt að lækna krabbamein.

En "Elítuna" á Íslandi verður aldrei hægt að fjarlægja.

jóhanna (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband